Í MINNINGU VINAR

Gunnar Atlason hefur verið þyngdar- og aðdráttaraflið í öllu starfi Fræðaseturs skáta frá upphafi. Við sem tökum við keflinu af honum munum gera okkar besta til að halda starfinu áfram. Hugmyndin á bak við verkefnið er ennþá fersk, jarðvegurinn er frjór og tækifærin óteljandi.

Gunni kvaddi þennan heim á sumarkvöldi í byrjun júní. Sáttur, æðrulaus og tilbúinn til að mæta til leiks á nýjum stað.

Hugmyndinni og verkefninu „Fræðasetur skáta“ verður betur lýst hér á þessum vef á næstu vikum en núna í augnablikinu erum við að gera okkar besta til þess að búa til farveg fyrir þá fjölmörgu skáta og aðra vini og vandamenn sem vilja heiðra minningu Gunna með því að styðja við starf Fræðasetursins – starfið sem hann brann fyrir.

Vorið 2012 setti Smiðjuhópurinn, fyrir hönd Bandalags íslenskra skáta, upp sýningu í Ljósafossstöð í tilefni af 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi. Verkefnið var unnið með stuðningi Landsvirkjunar og var opin til haustsins 2013 og sóttu um 7.000 gestir sýninguna sem tileinkuð var skátastarfi með áherslu á Úlfljótsvatn og starfið þar og var yfirskrift hennar „UNDRALAND – minningar frá Úlfljótsvatni”.

Styðja starfið
0
ljósmyndir flokkaðar
0
ár frá stofnun
0
sjálfboðaliðastundir á ári
0
prósent áhugi og gleði
0
gestir