Myndir frá Snorrabrautinni
Nítján ár eru síðan þessar ljósmyndir voru teknar af 10 myndskreyttum spjöldum sem forðum prýddu gluggana í samkomusal gamla skátaheimilisins við Snorrabraut, salnum þar sem skátaskemmtanir voru haldnar, fundir og hvað eina. Yfir myndunum sveif dulúð og ævintýri og fékk margan ungan skáta til að dreyma.
Þessar myndir voru trúlega málaðar um 1950 og eru því liðlega 70 ára gamlar. Snillingurinn sem málaði var Örn Harðarson (1931-2009), þá um tvítugt, sonur Harðar Jóhannessonar (1902-1974) félagsforingja SFR (Skátafélags Reykjavíkur) og mjög virkur í skátastarfi. Örn var listagóður teiknari og listamaður og síðar helsti myndatökumaður Sjónvarpsins á upphafsdögum þess. Gamlir skátar muna þessar skeytingar vel en þær gerðu sitt til að skapa ævintýranlegt andrúmsloft í skátaheimilinu.
Hér má vitna til Haukur Haraldsson sem sagði: „Myndirnar voru að mínu mati heillandi snilldarverk og mikilvægur hluti af andrúmslofti og töfrum gamla skátaheimilins (braggans) við Snorrabrautina.“ Myndaspjöldin eru geymd í skátaheimili Landnema.

Fleiri
spennandi
hlutir