Í GLÓÐ BÁLSINS…
Í glóð bálsins geymist fortíðin.
Í óbrunnu eldsneyti bíður framtíðin.
Í logum bálsins leiftrar nútíðin,
og hennar skulum við nú njóta.
Skátasystkin, bálið er vígt!
Ingólfur Ármannsson
Félagið „Fræðasetur skáta” hefur umsjón með rekstri Skátasafnsins.
Tilgangur félagsins er:
- að vera vettvangur fyrir umræðu, fræðslu og starfsemi hvers konar sem snýr að sögu skátastarfs og hlutverk þess og áhrif á íslenskt samfélag í gegnum tíðina.
- að vera vettvangur fyrir umræðu, fræðslu og starfsemi hvers konar sem snýr að íslensku skátastarfi í alþjóðlegu samhengi.
- að varðveita sögu skátastarfs á Íslandi með því að safna, flokka, skrá og eftir atvikum að sýna skátamuni og -minjar úr íslensku skátastarfi.
- Að reka skátasafn þar sem vettvangur er til að sýna skátamuni og –minjar.
Félagsaðild.
Allir skátar geta sótt um að vera félagar í Fræðasetri skáta. Hægt er að sækja um aðild með því að senda tölvupóst á netfangið skatasafn@skatasafn.is.