Forvitnilegur skátaviðburður:

SKÁTASÖFN Á NORÐURLÖNDUM HALDA RÁÐSTEFNU Á ÍSLANDI

Skátar á Íslandi eru hvattir til að taka þátt!

NORRÆNU SKÁTASÖFNIN halda ráðstefnu og samveru á Íslandi 9. – 11. september n.k. Ráðstefnan er haldin á Sólheimum í Grímsnesi, þar sem skátarnir munu hittast, bera saman ráð sín og skemmta sér að skátasið. Vænta má að verði létt yfir dagskrá ráðstefnunnar og skátaandi yfir, en að Sólheimum er mjög góð aðstaða til ráðstefnuhalds, borðhalds og gistingar.

Það er SKÁTASAFNIÐ AÐ ÚLFLJÓTSVATNI sem stendur að ráðstefnunni og erlendir þátttakendur koma um 40 talsins frá öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnur sem þessi hafa verið haldnar á Norðurlöndum með reglulegu millibili og nú hérlendis í fyrsta skipti.

DAGSKRÁ

Ráðstefnan verður sett föstudaginn 9. september að Sólheimum að kvöldverði kl. 19:30. Kvöldið síðan notað til kynningar, léttara hjal og söng við arineld í Sesseljuhúsi.

Á laugardegi er haldið í kynnisferð um Grímsnesið og að Ljósafoss- og Írafossvirkjunum. Síðan er haldið að Úlfljótsvatni. Þar bíður hádegisverður og staðarskoðun, m.a. farið í Skátasafnið og Gilwellskálann. Þá er haldið aftur að Sólheimum þar sem gestir fá tækifæri til að kynnast samfélaginu að Sólheimum og funda um sameiginleg málefni.

Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá eins og skátar þekkja best.

Að morgni sunnudags eru ráðstefnuslit og brottför frá Sólheimum eru fyrirhuguð kl. 10:00.

Nánari dagskrá er að finna neðar á síðunni.

ÍSLENSKUM SKÁTUM ER BOÐIN ÞÁTTTAKA Í RÁÐSTEFNUNNI

Íslenskar skátaminjar liggja víða. Ekki bara í skátamunum og skátabúningum, heldur líka í sögum, söngvum og allskonar lífsháttum fyrri tíma.

Allir þeir skátar sem hafa áhuga á skátaminjum ættu að gefa þessu gaum.

:: SKRÁNING

KOSTNAÐUR

Ráðstefnugjaldið er EUR 500 (u.þ.b. ISK 70.000) en þátttaka íslenskra skáta verður niðurgreidd að stærstum hluta með það að markmiði að stækka þann vaxandi virka hóp sem hefur áhuga á að sjá fram á veginn hvað varðar söfnun, varðveislu, skráningu og eftir atvikum sýningu á íslenskum skátamunum og minjum.

Íslenskir þátttakendur þurfa sjálfir að útvega sér gistingu t.d. á Úlfljótsvatni, sjá sér fyrir ferðum og greiða lágmarksgjald fyrir mat.

Hins vegar er nauðsynlegt að allir láti vita af þátttöku sinni fyrirfram og fylli út neðangreint skráningarform í síðasta lagi sunnudaginn 28. ágúst.

:: SKRÁNING

NORRÆNU SKÁTASÖFNIN eru samtök skáta á Norðurlöndum sem hafa áhuga á skátaminjum og sinna þeim í sínu skátastarfi. -Hér eru skátar, oft eldri skátar, sem sjá og meta menningarverðmæti í minningum og minjum fortíðarinnar og skynja kraftinn í skátasögunni sem öflugt verkfæri skátastarfsins í samtímanum og til framtíðar.

Einkunnarorð ráðstefnunnar eru „FJÁRSJÓÐUR FORTÍÐAR.“

DAGSKRÁ

Föstudagur 9. september

17:30 – Brottför erlendra gesta frá Umferðamiðstöðinni (BSÍ)

19:00 – Komið að Sólheimum í Grímsnesi

20:30 – Kvöldverður í Vigdísarhúsi

21:30 – Kynning á starfsemi Sólheima (Sesseljuhús)

21:30 – Spjall við arineld í Sesseljuhúsi

Laugardagur 10. september

08:30 – Morgunverður í Vigdísarhúsi

09:30 – Brottför frá Sólheimum

10:00 – Heimsókn í Ljósafossstöð. Orkusýningin skoðuð.

11:00 – Heimsókn í Skátasafnið í KSÚ

12:00 – Hádegisverður

13:00 – Heimsókn í Gilwell-skálann

14:15 – Brottför frá Úlfljótsvatni

14:45 – Komið að Sólheimum (heimsókn í skátaheimilið í Tröllagarði, athöfn með skátum á Sólheimum, kaffi)

15:30 – Frjáls tími. Rölt um þorpið.

17:00 – Ráðstefna í Sesseljuhúsi – norrænu söfnin kynna það sem á daga þeirra hefur drifið frá síðustu ráðstefnu

20:30 – Hátíðarkvöldverður í Vigdísarhúsi

Sunnudagur 11. september

08:30 – Morgunverður í Vigdísarhúsi

10:00 – Ráðstefnuslit við fánaathöfn

10:30 – Brottför

12:00 – Erlendum gestum skilað á Umferðarmiðstöðina (BSÍ)

MATSEÐILL

Það er hinn eini sanni Arthúr Pétursson sem hefur sett saman matseðilinn og mun sjálfur standa vaktina í eldhúsinu.

FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER

Kvöldmatur

  • Bökuð kjúklingalæri með rjómasveppasósu og kartöflubátum með maís og fersku salati

Kvöldhressing

  • Kaffi, kakó og kökur

LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER

Morgunmatur

  • Heimagert brauð
  • Hrökkbrauð
  • Hafragrautur
  • Soðin egg
  • Smurostur
  • Ostur
  • Álegg
  • Smjör
  • Sulta
  • Marmelaði
  • Súrmjólk
  • Kornflex
  • Múslí
  • Kaffi og te

Hádegismatur Úlfljótsvatni

  • Marakkóskar kalkúna-kjötbollur með kúskús, fersku salati og heimabökuðu brauði

Kaffi

  • Kaffi og kökur

Hátíðarkvöldverður

  • Sjávarréttarsúpa með brauði
  • Jurtaristað lambalæri með ofnbökuðu rótargrænmeti, gratíneruðum kartöflum, fersku salati og béarnise sósu
  • Heit súkkulaðikaka með ferskum ávöxtum og ís

SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER

Morgunmatur

  • Heimagert brauð
  • Hrökkbrauð
  • Hafragrautur
  • Soðin egg
  • Smurostur
  • Ostur
  • Álegg
  • Smjör
  • Sulta
  • Marmelaði
  • Súrmjólk
  • Kornflex
  • Múslí
  • Kaffi og te

ÁBENDINGAR VARÐANDI MATSEÐIL

Við munum að sjálfsögðu taka tillit til þeirra gesta sem sökum smekks, lífsstíls, ónæmis eða óþols óska eftir öðrum útfærslum á matseðlinum. Til þess að við getum orðið sem best við þeim óskum er mjög mikilvægt að viðkomandi sendi okkur tölvupóst á netfangið skatasafn@skatasafn.is þar sem þeim óskum er lýst.

Dýrmætt væri fyrir okkur að heyra sem fyrst af slíkum óskum en eigi síðar en sunnudaginn 28. ágúst.